Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. Bridge Sveit Flugleiða íslandsmeistari í bridge: Hækkaði flugið og vann stórsigra „Þaö reiknuðu víst allir með því að við myndum sigra og það var því mikil pressa á okkur í Þyrjun móts- ins. Jafnt í tveimur fyrstu leikjunum en síöan var flugið hækkað og við unnum fimm síðustu leikina með miklum mun,“ sagði Jón Baldurs- son, fyrirliði sveitar Flugleiöa, eftir góðan sigur í sveitakeppni íslands- mótsins í bridge á laugardagskvöld. Keppnin hófst á miðvikudag og spil- uðu átta sveitir um íslandsmeistara- titilinn og aðrar átta í B-riðli. Sigur Flugleiðasveitarinnar var mjög verðskuldaður. Það fór ekki milli mála að hún spilaði best. Hins vegar kom sveit Fatalands mest á óvart. Haföi lengstum forustu á mót- inu en gaf eftir í lokin og sveit Pólaris náði öðru sætinu. í sveit Flugleiða spiluðu Jón Baldursson og Valur Sig- urðsson, sem urðu íslandsmeistarar í sveitakeppni í íjórða sinn, Aðal- steinn Jörgensen og Sigurður Sverr- isson, sem sigruðu á íslandsmótinu í þriðja sinn, og Ragnar Magnússon. Hann vann sinn fyrsta íslandsmeist- aratitil í sveitakeppni. Sveitin hlaut 146 stig af 175 mögulegum sem er mjög há skor. Sveit Pólaris varö í öðru sæti með 126 stig. í sveitinni spiluðu Karl Sigurhjartarson, Guð- mundur Páll Arnarson, Símon Símonarson, Stefán Guðjohnsen, Sævar Þorbjörnsson og Þorlákur Jónsson. Sveit Fatalands var í þriðja sæti með 121 stig. Þar spiluðu Her- mann og Ólafur Lárussynir, Jakob Kristinsson, Magnús Ólafsson og Páll Valdimarsson. Sjá nánar töflu. í B-riðlinum sigraði sveit Samvinnu- ferða með 124 stigum. Sveit Sigfúsar Arnar Árnasonar varð í öðru sæti, einnig með 124 stig en sveit Sam- vinnuferða sigraði í innbyrðisleik sveitanna. Spennandi mót íslandsmótið var lengstum mjög Bridge Hallur Símonarson spennandi. Eftir þrjár umferðir var sveit Fatalands efst með 64 stig af 75 mögulegum. Gott þaö. í öðru sæti var sveit Verðbréfamarkaðs Iðnaðar- bankans með 56 stig. Þá sveit Flug- leiða með 55 stig og sveit Pólaris með 52 stig. í næstu tveimur umferðunum unnu sveitir Fatalands og Flugleiða góöa sigra á sveit Verðbréfamarkað- arins. Eftir það voru spilararnir þekktu, Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Jón Ásbjörnsson, Guðlaug- ur Jóhannsson og Örn Arnþórsson ekki lengur í baráttunni um Islands- meistaratitilinn. Sveit Flugleiða sigraði þá með 22-8 í 5. umferðinni í miklum sveifluleik. Hér er spil úr leiknum. ♦ Á62 V D106 ♦ KD8 + Á1054 * 10973 V -- ♦ G1064 4. G8763 ♦ DG854 V G975 ♦ 532 *> K * K V ÁK8432 ♦ Á97 4- D92 Á báðum borðum var lokasögnin sex hjörtu. Sigurður Sverrisson spilaði spilið í norður eftir yfirfærslu í hjarta. Guðlaugur Jóhannsson í austur spilaði út spaðafjarka. Hjalti Elíasson var meðal áhorfenda og var ekki ánægður með útspilið - vildi fá tígul út frá austri. Spaðakóngur blinds átti slaginn og eftir nokkra umhugsun spilaði Sigurður litlu hjarta á drottningu. Náði þar með hjartagosanum af austri og vann sitt spil. Það gerði 980. í lokaða salnum spilaði Jón Ásbjörnsson í suöur sex hjörtu og Jón Baldursson spilaði út tígli. Jón Ásbjörnsson hitti ekki á að spila litlu hjarta á drottninguna. Tók hjartaás og þar með var gjafaslagur í trompinu. Ef vestur hefði hins veg- ar verið meö trompgosann fjórða gefur hann ekki slag. Trompið lá illa og Jón tapaði síðan spilinu. Sveit Flugleiða vann 14 impa á því. Eftir fimm umferðir var sveit Fata- lands efst með 108 stig. Sveit Flug- leiða var í öðru sæti með 102 stig og síðan var langt bil í þriðju sveitina, sveit Pólaris, sem var með 81 stig. Sveit Pólaris hlaut silfurverðlaunin. Frá vinstri Guðmundur Páll, Stefán, Sævar, Kari, Simon og Þorlákur. Sveit Fatalands, sem varð í þriðja sæti. Frá vinstri Magnús, Jakob, Ólafur, Jón Steinar, forseti BÍ, Páll og Hermann. Spilararnir í sveit Flugleiða að vonum ánægðir með íslandsmeistaratitilinn. Frá vinstri Valur Sigurðsson, Ragnar Magnússon, Sigurður Sverrisson, Aðalsteinn Jörgensen og fyrirliðinn Jón Baldursson. DV-myndir ísak Keppnin um íslandsmeistaratitilinn var því orðið einvígi milli sveita Fatalands og Flugleiða. Úrslitaleikurinn í sjöttu umferðinni - þeirri næstsíð- ustu - sem spiluð var á laugardag' mættust tvær efstu sveitirnar í úr- slitaleik mótsins. Sveit Fatalands hafði undirtökin framan af og fékk fyrstu stigin í öðru spili. ♦ K10 V DG109 ♦ D1086 4. K102 ♦ G7 V Á8652 ♦ 75 4. 9743 * 8632 V 7 ♦ Á43 4- ÁD865 ♦ ÁD954 V K54 ♦ KG92 + G Sagnir í opna salnum (á sýningartjald- inu). Austur Suður Vestur Norður Sigurður Ólafur Jón Hermann 1+ dobl IV pass 14 pass 3 G p/h Hermann spilaði út spaðagosa og eft- ir það átti Jón Baldursson ekki möguleika á að vinna spilið. Fékk átta slagi. Á hinu borðinu vann Páll Valdimarsson 110 í tveimur laufum og sveit Fatalands vann 4 impa á spilinu. Litlar sveiflur voru í fyrri hálfleiknum og staðan 28-16 fyrir Fataland í hálfleik. Sveit Flugleiða jafnaði þann mun fljótt í síðari hálfleiknum og þá fékk Jón Baldursson tækifæri til að hefna fyrir spilið sem við sáum hér á und- an. * DG9 V KG4 ♦ ÁKD10 4. G32 ♦ Á82 V D10873 ♦ G43 4» 106 * K5 V Á9652 ♦ 965 4» K87 ♦ 107643 V -- ♦ 872 4> ÁD954 Magnús Ólafsson spilaði 3 grönd á spil vesturs. Jón átti að spila út og hann og Aðalsteinn Jörgensen höfðu alltaf sagt pass í spilinu. Jón spilaði lauftíunni út og Magnús fékk slaginn á gosann. Reyndi ekki að stiga upp kóng blinds sem er betri spila- mennska. Aðalsteinn hefði eflaust gefið - jafnsnjall spilari og hann er. Ef hins vegar suður drepur kónginn vinnst spiliö. Eftir þessa byrjun fékk vestur átta slagi. Á hinu borðinu spilaði Valur Sig- urðsson 3 grönd í vestur eftir að suður hafði opnað á tveimur spöðum. Sagt þar með frá fimm spöðum og að minnsta kosti fjórlit í öðrum hvor- um láglitnum. Norður spilaði út litlum spaða og Valur fékk níu slagi - 12 impar til Flugleiða. Sveit Flugleiða spilaði síðari hálf leikinn mjög vel og sigraði 22-8 í leiknum. Var þar með komin með aðra höndina á meistaratitilinn. í lokaumferðinni á laugardags- kvöld voru úrslitin um meistaratitil- inn ráðin í hálfleik. Sveit Flugleiða um 50 impum yfir gegn sveit Sverris Kristinssonar og sveit Pólaris 42 stig- um yfir gegn Fatalandi. Það stefndi í stórsigur þessara sveita og aðeins spurning hvort Pólaris kæmist upp fyrir Fataland. Þaö tókst hinum reyndu landsliösköppum Pólaris. Sigruðu 25-5 en sveit Flugleiða sigr- aði með 22-8 í sínum leik eftir miklar sveiflur framan af síðari hálfleiknum þar sem sveit Sverris hafði næstum jafnað. Keppnin fór vel fram undir öruggri keppnisstjórn Agnars Jörgenssonar og í mótslok afhenti Jón Steinar Gunnlaugsson, forseti Bridgesam- bands íslands, verðlaun - þremur efstu sveitunum í A-riöli og efstu sveit B-riðils. -hsím Úrslit íslandsmótsins í sveitakeppni 1988 A-riðill Nöfn 2. 3. 4. 5. 6. 1 7. B sti g Röi 1. Grettir Frímannsson Akureyri 5 3 Í0 id 15 e 7< 7 0 2 Verftbrófamarkaður Iðnaðarbankans Reykjavlk Zí ii £ io 47 15 ZoU 3. Fataland Reykjavlk 25 e 5 47 22 Z5i2 4 3 4. Flugleiðir Reykjavlk 25 22 22 i6 íh. 25 ZZik é-i 5. Pólaris Reykjavlk iH 2Q 25 M H 15 iSi 4 xi 6. Bragi Hauksson Reykjavlk n Í3 i3 M 254 7. Atlantik Reykjavlk 15 i5 0 d 45 i6 8. Sverrir Kristinsson Reykjavlk 24 ic 3 e ii 5 iáM7 Z 7 B-riðill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.